Úthlutanir úr þróunarsjóði grunnskóla

Úthlutanir úr þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ.

 Lokaskýrslur verkefna verða birtar hér þegar verkefnum er lokið.

Úthlutanir úr þróunarsjóði grunnskóla 2016

Talnaveiðar- Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

 Að skima talnaskilning/stærðfræðikunnáttu nemenda í upphafi 1. bekkjar. Koma til móts við mismunandi námsþarfir nemenda. 

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig

 • Mat á skólastarfi

 • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Gluggað og grúskað - Höfrungasaga - Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

Að mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í námi.  Stuðla að jákvæðu samstarfi og samvinnu við foreldra og efla lestrarfærni í víðum skilningi.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Miðstig

 • Læsi

 • Íslenska  

Lokaskýrsla í pdf-skali með fylgiskjölum, ath. 23.5 MB
Lokaskýrsla í pdf-skjali án fylgiskjala, 0.3 MB

Gluggað og grúskað - Polli - Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

Mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í námi. Stuðla að jákvæðu samstarfi og samvinnu við foreldra og efla lestrarfærni í víðum skilningi.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Læsi
 • Íslenska

Lokaskýrsla í PDF-skjali

Lokaskýrsla í PÞDF-skjali með fylgigögnum, ath. 20MB

Dynamic Thinking- Alþjóðaskólinn

Skóli:

Alþjóðaskólinn

Markmið:

Að þjálfa starfsmenn og nemendur í að beita dýnamískri hugsun til þess að taka betri og meðvitaðri ákvarðanir sem byggja á gagnrýnni og skapandi hugsun. Aðlaga og prófa fyrirliggjandi námsefni hjá nemendum á mið- og unglingastigi. Byggja upp venjur fyrir dýnamískt hugsunarferli hjá starsfmönnum og nemendum. Þjálfa starfsmenn í að styðja við nemendur í dýnamískri og skapandi hugsun. Þjálfa nemendur að vinna í teymum á nýstárlegan og lausnamiðaðan hátt. Þróa námsmat í vinnu með dýnamíska hugsun og þróa kennsluhætti þvert á faggreinar með því að koma að kennsluaðferðum dýnamískrar hugsunar sem leið í nýsköpun.

Áhersluþættir:

 • Miðstig

 • Fagmennska kennara

 • Sköpun

 • Samskipti og félagsfærni

 • Upplýsinga- og tæknimennt

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Snillingafimi fyrir alla - Barnaskóli Hjallastefnunnar

Skóli:

Barnaskóli Hjallastefnunnar

Markmið:

Verkefnið snýst um að útbúa og prófa námskrá fyrir 5 - 9 ára börn og tilheyrandi viðfangsefni, byggð á hugmyndum Howards Gardner um fjölgreindir og kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Meginmarkmiðið er að börnin öðlist skilning á að þau hafa ólíka hæfileika en jafngilda. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og umburðarlyndi og styrkir þau í takast á við önnur verkefni í skólanum. Með röð viðfangsefna á hverju ári er markmiðið að börnin fái tækifæri til að læra um ólíka hæfileika, styrkjast á sínum áhugasviðum og kynnast nýjum.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Sköpun
 • Upplýsinga- og tæknimennt
 • Skóli margbreytileikans

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Leikni í lesskilningi - Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

Að þjálfa nemendur markvisst í læsi og lesskilningi. Að nemendur kynnist fjölbreyttu lesefni og ólíkum textagerðum. Að nemendur þjálfist í að greina aðalatriði í texta og geti dregið út helstu efnisorð. Að auka færni nemenda í að nota mismunandi aðferðir til að skilja, meta og túlka texta. Að efla virkni nemenda, sjálfstraust, áhuga og vellíðan í námi.

Áhersluþættir:

 • Miðstig
 • Læsi
 • Íslenska


Lokaskýrsla í pdf-skjali

Endurskoðun á gagnvirku námsefni í íslensku - Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

Styrkur var veittur úr Þróunarsjóði námsgagna skólaárið 2012- 2013 til að búa til gagnvirkt verkefnasafn í íslensku fyrir 1.-7. bekk í forritinu „Literacy Activity Builder“ þar sem áhersla var á að auka málvitund, orðaforða, stafsetningu og leikni í að nota málfræðiþekkingu. Hægt var að nálgast verkefnin á vef Hofsstaðaskóla og allir höfðu aðgang að. Stuttu síðar var vefsvæði skólans breytt og því ekki verið mögulegt að nýta verkefnin í nokkurn tíma. Markmiðið var því að endurskoða og lagfæra verkefnin og koma þeim aftur í notkun á vefsvæði þar sem allir kennarar og nemendur í Garðabæ og víðar geti haft gagn af þeim.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Miðstig
 • Læsi
 • Íslenska
 • Upplýsinga- og tæknimennt

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Bætt líðan stúlkna - Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

Að hjálpa stúlkum að bæta samskipti sín og vinna með óæskilega hegðun í samskiptum stúlkna. Taka saman leiðir sem hægt er að nota til að greina samskipti í hópum. Verkfærakista með umræðutímum og spil sem hægt er að nota í hópavinnu með stelpum.

Áhersluþættir: 

 • Félagsfærni
 • Samskipti 
 • Sjálfsmynd
 • Einelti

Lokaskýrsla í pdf-skjali

 

Nýsköpun í Flataskóla

Skóli:

Flataskóli

Markmið:

Að efla og auka trú nemenda á eigin sköpunargáfu. Áhersla er lögð á að nemendur læri ákveðin vinnubrögð í hugmyndavinnu og séu gerðir meðvitaðri um gildi hluta og umhverfis.  Einnig er áhersla á samvinnu kennara, samþættingu og að auka fjölbreytni í skólastarfi.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Miðstig

Lokaskýrsla í pdf-skjali 


Litlu lestrarhestarnir - Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

Að auka lesskilning. Koma til móts við nemendur sem komnir eru af stað í lestrarnáminu.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig      
 • Læsi
 • Íslenska

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Höldum áfram að þróa SKÍNANDI skóla - Hofsstaðaskóli og Garðaskóli

Framhald á verkefninu SKÍN – Innra mat til eflingar faglegs skólastarfs (2015)

Skólar:

Hofsstaðaskóli og Garðaskóli

Markmið:

SKÍN er samstarfsverkefni kennara og stjórnenda í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins eru að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á seinna ári verkefnisins settu þátttakendur sér tvö yfirmarkmið til að vinna að um veturinn. Annars vegar að setja hæfniviðmið inn í námsáætlanir og kennsluseðla og hins vegar að efla innra mat skólanna.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig

 • Miðstig

 • Elsta stig

 • Mat á skólastarfi

 • Fagmennska kennara

 • Jafnrétti

 • Læsi

 • Lýðræði og mannréttindi

 • Íslenska

 • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinaliðaverkefni í Flataskóla

Skóli:

Flataskóli

Markmið:

Að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til þátttöku. Hópur nemenda, vinaliðar, fær sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum.  Markmiðið er því að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda, hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.

 Áhersluþættir:

 • Samskipti og félagsfærni
 • Íþróttir og hreyfing
 • Yngsta stig
 • Miðstig
 • Heilbrigði og velferð
 • Líðan

Lokaskýrsla í pdf-skjali

 

Prjónað fyrir heiminn - Sjálandsskóli

Skóli:

Sjálandsskóli

Markmið:

Að hvetja nemendur til virkrar þátttöku í samfélaginu og til að láta gott af sér leiða. Nemendur prjóna húfur eða aðra hlýja flík fyrir fólk í neyð. Flíkin er merkt, pökkuð og send á áfangastað þar sem henni er komið til skila. Nemendur fylgjast með öllu ferlinu og fræðast um ástandið í heiminum. Heimilin og nærsamfélagið taka þátt í verkefninu. Nemendur finna að sú vinna sem þeir leggja í verkefnið skiptir máli úti í hinum stóra heimi. Verkefnið er framhald af verkefninu Hlýjar hugsanir – prjónað fyrir flóttafólk sem unnið var í Sjálandsskóla í nóvember 2015 - janúar 2016.

Áhersluþættir:

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Minecraft og rökfræði - Garðaskóli

Skóli:

Garðaskóli

Markmið:

Búa til verkefni fyrir unglinga sem, í gegnum rökfræði, hafa snertiflöt við forritun og stærðfræði. Þannig var því ætlað að efla hæfni nemenda á sviði heimspeki, forritunar og stærðfræði.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig
 • Upplýsinga- og tæknimennt
 • Stærðfræði
 • Sköpun

Lokaskýrsla í pdf-skjali

 

 

Reading Plus - Garðaskóli

Skóli:

Garðaskóli

Markmið:

Stuðla að aukinni lestrarfærni nemenda (lesskilningur, lestrarhraði) með því að styðjast við forritið Reading Plus.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig
 • Læsi
 • Erlend tungumál

 

Lokaskýrsla í pdf-skjali 

GERT verkefnið í Garðaskóla

Skóli:

Garðaskóli

Markmið:

Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni er heiti aðgerðaráætlunar Samtaka iðnaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni. Markmiðið með GERT verkefninu í Garðaskóla er auk þess sem hér var nefnt, að efla sýn nemenda á þeim fjölbreyttu störfum sem unnin eru innan þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að GERT verkefninu. Einnig að opna augu nemenda fyrir tengslum starfa við nám bæði í framhaldsskóla og þegar lengra er komið og brúa það bil sem er á milli núverandi stöðu og framtíðarþarfa nemenda og vinnumarkaðar.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig

Lokaskýrsla í pdf-skjali  

Listaverk sem sameiginleg ígrundun um tilfinningar og siðferðileg gildi - Garðaskóli

Skóli:      

Garðaskóli          

Markmið: 

að efla myndlistarkennslu ásamt því að efla gagnrýna hugsun um siðferðisleg álitamál. Þetta fólst í þróun kennsluefnis og leiða í kennslu til eflingar á tilfinningaþroska. Verkefnið er hluti af doktorsrannsókn Ingimars Ólafssonar Waage á siðferðislegu gildi myndlistarkennslu.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig
 • List- og verkgreinar
 • Sköpun
 • Læsi
 • Líðan
 • Samskipti og félagsfærni

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vendikennsla í náttúrufræði - fékk styrk 2015 og 2016 - Álftanesskóli og Garðaskóli

Skólar:

Álftanesskóli og Garðaskóli

Markmið:

Að styrkja fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað náttúrufræðinám við Álftanesskóla og Garðaskóla. Styrkja námshæfni nemenda og innra mat (netnámsmat) við skólann. Auka samvinnu á milli skóla og skólastiga í Garðabæ. Efla upplýsinga- og tæknimennt með því að safna, vista og miðla nýju námsefni í náttúrufræði á nýjan hátt. Koma betur til móts við bráðgera nemendur. Gefa nemendum færi á að auka og dýpka þekkingu sína í náttúrufræði.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig
 • Náttúrufræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali


 

Úthlutun úr þróunarsjóði grunnskóla 2015

                                                                  

Að kynna fötlun sína – Ég er einstakur/einstök - Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

Að útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig

 • Miðstig

 • Elsta stig

 • Skóli margbreytileikans

 • Samskipti og félagsfærni

 • Jafnrétti

 • Heilbrigði og velferð

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vendikennsla í náttúrufræði fékk styrk 2015 og 2016 - Álftanesskóli og Garðaskóli

Skólar:

Álftanesskóli og Garðaskóli

Markmið:

Að styrkja fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað náttúrufræðinám við Álftanesskóla og Garðaskóla. Styrkja námshæfni nemenda og innra mat (netnámsmat) við skólann. Auka samvinnu á milli skóla og skólastiga í Garðabæ. Efla upplýsinga- og tæknimennt með því að safna, vista og miðla nýju námsefni í náttúrufræði á nýjan hátt. Koma betur til móts við bráðgera nemendur. Gefa nemendum færi á að auka og dýpka þekkingu sína í náttúrufræði.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig
 • Náttúrufræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Læsi – jafningjafræðsla til kennara og fræðsla til foreldra - Álftanesskóli og Flataskóli

Skóli:

Álftanesskóli / Flataskóli

Markmið:

Að gera fleiri kennara hæfa til að skipuleggja og halda fræðslufundi fyrir foreldra, og festa þar með námskeið um lestur í sessi innan skólans. Styðja og hvetja foreldra til að efla læsi (lestrar- og ritunarfærni) barna sinna, með ýmsum verkefnum og fræðslufundum um lestur. 

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig

 • Íslenska

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Það geta allir verið gordjöss - Álftanesskóli

Skóli:

Álftanesskóli

Markmið:

 Að skapa vettvang fyrir nemendur til að auka félagslega virkni þeirra og hvetja þá til að koma með hugmyndir að tómstundastarfi sem höfðar til þeirra. Setjast niður og spjalla eða hlusta á jafningja og njóta samverunnar var takmarkið í sjálfu sér.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig
 • Samskipti og félagsfærni
 • Líðan

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Stuttmyndanámskeið Riff fyrir nemendur í 6./9. bekkjum í grunnskólum

Skólar:

Grunnskólar í Garðabæ

Markmið:

Virkja ímyndunarafl og sköpunargleði unga fólksins og styðja við kvikmyndalæsi yngri kynslóða, sem lengi hafa búið við einsleita kvikmyndamenningu hérlendis.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig

 • Upplýsinga- og tæknimennt

Lokaskýrsla í pdf-skjali

 

Þemaverkefni fyrir elsta stig – samþætting námsgreina - Álftanesskóli

Skóli:

Álftanesskóli

Markmið:

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig

 • Samskipti og félagsfærni

 • Sköpun

 • Erlend tungumál

 • Íslenska

 • Stærðfræði

 • Samfélagsgreinar

 • Náttúrugreinar

 • List- og verkgreinar

 • Upplýsinga og tæknimennt

 

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Upp á borð - Kennsluhættir í anda John Morris – Handbók - Álftanesskóli

Skóli:

Álftanesskóli

Markmið:

Að auka þekkingu og víðsýni kennara og skapa vettvang fyrir þá til að þróa sig í fjölbreyttum kennsluaðferðum og leiðsagnarmati.

 Áhersluþættir:

 • Yngsta stig

 • Íslenska

 • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

 

Framþróunaráætlun Garðaskóla: Styrk stjórnun, ábyrgir starfsmenn

Skóli:

Garðaskóli

Markmið:

Að skrá og þróa aðgerðaráætlun um viðhald starfsþátta í Garðaskóla, rýna í gæði þeirra og leggja til breytingar til úrbóta. Áætluninni er ætlað að skýra framtíðarsýn starfsmanna og tryggja að allir starfsmenn nýti starfskrafta sína til að róa í sömu átt.

 Áhersluþættir:

 • Elsta stig

 • Mat á skólastarfi

Lokaskýrsla í pdf-skjali

 

GERT verkefnið í Garðaskóla

Skóli:

Garðaskóli

Markmið:

Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni er heiti aðgerðaráætlunar Samtaka iðnaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni. Markmiðið með GERT verkefninu í Garðaskóla er auk þess sem hér var nefnt, að efla sýn nemenda á þeim fjölbreyttu störfum sem unnin eru innan þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að GERT verkefninu. Einnig að opna augu nemenda fyrir tengslum starfa við nám bæði í framhaldsskóla og þegar lengra er komið og brúa það bil sem er á milli núverandi stöðu og framtíðarþarfa nemenda og vinnumarkaðar.

Áhersluþættir:

 • Elsta stig

Lokaskýrsla í pdf-skjali

 Velferð barna í grunnskólum Garðabæjar

Skólar:

Grunnskólar í Garðabæ

Markmið:

Útbúa verkefnasjóð fyrir kennara, þroskaþjálfa, námsráðgjafa eða hverja þá sérfræðinga sem vinna með nemendum með fötlun. Þessir sérfræðingar fá verkefnabanka með eyðublöðum eða hugmyndabanka og verkefnalýsingar til að vinna með þegar kynna á fyrir nemendum fötlun sína. Verkefnablöðin og verkefnalýsingarnar nýtast einnig fyrir nemendur með fötlun til að kynna fötlun sína fyrir bekkjarfélögum, kennurum og öðru starfsfólki og samnemendum sínum.

 Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Miðstig
 • Elsta stig
 • Heilbrigði og velferð
 • Skóli margbreytileikans
 • Jafnrétti
 • Líðan
 • Lýðræði og mannréttindi

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Afurðir verkefnisins má finna á vefnum:

http://www.menntaklif.is/velferd-barna-i-gardabae/

Jóga, hugleiðsla og slökun - Sjálandsskóli

Skóli:

Sjálandsskóli

Markmið:

Kenna nemendum að njóta þess að vera hér og nú og njóta stundarinnar. Þjálfa einbeitingu, jákvæðar hugsanir, að hafa stjórn á huga sínum og losa sig við íþyngjandi hugsanir. Kenna nemendum að gefa sér tíma til að horfa inn á við, læra að þekkja sjálfan sig, standa með sjálfum sér og blómstra á sinn eigin hátt í stað þess að fylgja fjöldanum. Einnig að bæta andrúmsloftið í kennslustundum og samskiptin á milli nemenda. Markmið verkefnisins er að auka vellíðan nemenda í skólanum, þjálfa einbeitingu, vinna með kvíða til að stuðla að auknum gæðum náms.

Áhersluþættir:

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinaliðar í Sjálandsskóla

Skóli:

Sjálandsskóli

Markmið:

Að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri. Meginmarkmið verkefnisins er að efla vináttu, virðingu og ánægju nemenda. Þá er markmiðið að bjóða uppá skipulagða leiki í frímínútum sem vinaliðarnir stjórna og passa uppá að bjóða öllum að vera með. Leikirnir þurfa að henta öllum nemendum óháð atgervi þeirra og stöðu, vera fjölbreyttir og til þess fallnir að allir sem vilja geta verið með. Við horfum sérstaklega til nemenda með sérþarfir og þeirra sem eiga í félagslegum erfiðleikum. Þannig fá allir tækifæri til að ganga að vísum leikjum með félögum í frímínútum.

Áhersluþættir:

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Kennslustunda- og félagarýni - Sjálandsskóli

Skóli:

Sjálandsskóli

Markmið:

Að festa í menningu skólans markvisst félaga- og kennslustundarýni. Með félagarýni vinna kennarar náið saman, læra hver af öðrum auk þess sem það leiðir til meiri samfellu á milli skólastiga. Rannsóknir sýna að kennarar sem taka þátt í félagarýni verða betri fagmenn, ánægðari í starfi og endast lengur í faginu. Með kennslustundarýni komast stjórnendur nær skólastarfinu og geta betur stutt og eflt kennarann. Auk þess er auðveldara að fylgja eftir þróunarvinnu, áherslum t.d. skv. innra- og ytra mati og að lokum er líklegra að allir starfi eftir hugmyndafræði skólans.

Áhersluþættir:

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Efling læsis á unglingastigi - Sjálandsskóli

Skóli:

Sjálandsskóli

Markmið:

Að efla læsi og þróa kennsluhætti í öllum námsgreinum í Sjálandsskóla. Læsi er einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Lögð verður áhersla á þjálfun lesturs og ritunar. Marga unglinga skortir að geta lesið sér til gagns og viljum við með þessu verkefni gera þá betur í stakk búna til að lesa sér til gagns og þar með að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra að grunnskólanámi loknu. Við teljum mikilvægt að kennarar öðlist færni í að beita ólíkum en áhrifaríkum lestraraðferðum sem auka lesskilning og efla hæfni nemenda til að lesa. Því verður lögð áhersla á lestur til náms og yndislestur í verkefninu.

Áhersluþættir:

Lokaskýrsla í pdf-skjali

SKÍN-Innra mat til eflingar skólastarfs - Garðskóli og Hofsstaðaskóli

Skólar:

Garðaskóli og Hofsstaðaskóli í samstarfi við Menntaklif

Markmið:

Að efla kennsluhætti og innra mat skólanna. Ætlunin er að auka fagmennsku kennara, þróa innra mat skólans sbr. 10. kafla Aðalnámskrár grunnskóla og hámarka árangur í kennslu. Á fyrra ári verkefnisins var lögð áhersla á að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum, þróa leiðir til að efla leiðsagnarmat innan skólanna og þróa rýniheimsóknir kennara og stjórnenda í kennslustundir, bæði félagarýni og mat stjórnenda. 

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Miðstig
 • Elsta stig
 • Mat á skólastarfi
 • Fagmennska kennara
 • Jafnrétti
 • Læsi
 • Lýðræði og mannréttindi
 • Íslenska
 • Stærðfræði

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vinnum saman - teymiskennsla - Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

Að innleiða teymiskennslu í fyrstu bekkjum skólans,  efla og auka samvinnu innan og milli árganga á yngra stigi, skapa heildstæða kennslu fyrir þá árganga sem að verkefninu koma þannig að litið verði á árganginn sem eina heild, í stað stakra bekkjardeilda. Að auka fjölbreytni í kennsluháttum, nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir betur til einstaklingsmiðaðs náms og að bæta og auka samstarf starfsfólks með aukinni faglegri samvinnu.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Skóli magbreytileikans
 • Fagmennska kennara

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Vísindamenn í heimsókn - Flataskóli

Skóli:

Flataskóli

Markmið:

Fá vísindamenn í heimsókn til að fræða nemendur um náttúruna og eðli hennar. Beina athygli nemenda að umhverfisvernd.

Áhersluþættir:

 • Miðstig
 • náttúrugreinar

Lokaskýrsla í pdf-skjali

 

 

Söguskjóður - Flataskóli

Skóli:

Flataskóli

Markmið:

Áhersla á lestrarkennslu, lesskilning, læsi og foreldrasamstarf en markhópurinn eru 5 og 6 ára börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í lestrarnámi.

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Íslenska
Lokaskýrsla í pdf-skjali

 

Stærðfræðistofan - Hofsstaðaskóli

Skóli:

Hofsstaðaskóli

Markmið:

Auka hlutbundna- og verklega stærðfræðikennslu á yngra stigi. Auka hæfni nemenda til umræðna á tungumáli stærðfræðinnar. Auka áhuga og bæta viðhorf á heimi stærðfræðinnar. Umsækjendur deila hugmyndum, reynslu og verkefnum úr stærðfræðikennslu í gegnum alnetið. 

Áhersluþættir:

 • Yngsta stig
 • Stærðfræði
 • Upplýsinga- og tæknimennt
Lokaskýrsla í pdf-skjali