• 29.12.2024, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Áramótahattasmiðja

Fjölskyldusmiðja með HAGE Studio hattagerðarmeisturum.

Hvernig áramótahatt ætlar þú að hafa á höfðinu þegar þú stígur inn í nýja árið 2025?! Verður formið keilulaga, kringlótt eða kassalaga eins og pípuhattur? Verður efnið glansandi eða matt, skreytt borðum eða kögri?

Áramótahattasmiðjan er orðin árviss hefð á Hönnunarsafninu. Hún er leidd af hattagerðameisturunum Önnu Gullu og Harper sem mynda hönnunarteymið H A G E Studio. Þau sérhæfa sig í hönnun og handverki hatta, með áherslu á náttúrulegan efnivið.

Smiðjan er hluti af mánaðarlegri fjölskyldudagskrá Hönnunarsafns Íslands. 

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.