Aukakynningarfundur - Arnarland (Arnarnesháls) forkynning
Miðvikudaginn 20. september verður haldinn aukakynningarfundur í tengslum við forkynningu á skipulagi Arnarlands (Arnarnessháls) kl. 16:30-18:00 í Sveinatungu á Garðatorgi 7.
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 og tillögu að deiliskipulagi til forkynningar. .
Svæðið sem tillögurnar ná til afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Arnarnesvegi, Fífuhvammsvegi og bæjarmörkum við Kópavog.
Á svæðinu er gert ráð fyrir þéttri blandaðri byggð, með áherslu á heilsutengda starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar m.a. í samræmi við markmið um uppbyggingu á samgöngu og þróunarás. Hámarkshæð verður almennt 3-6 hæðir en kennileitisbygging næst Hafnarfjarðarvegi geti orðið allt að 9 hæðir. Aðkoma verður frá Fífuhvammsvegi og um göng undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Gert er ráð fyrir því að Borgarlína sem fylgir Hafnarfjarðarvegi liggi um svæðið.
Aukakynningarfundur verður haldinn í Sveinatungu, Garðatorgi 7, miðvikudaginn 20. september kl. 16:30-18:00.
Á fundinum verða tillögurnar sem eru á vinnslustigi kynntar og spurningum svarað.
Tillögurnar eru aðgengilegar hér á vef Garðabæjar og í þjónustuveri Garðabæjar á Garðatorgi 7 frá 1.-25.september. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 25. september 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.