Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Arnarland (Arnarnesháls) Forkynning
Svæðið sem tillögurnar ná til afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Arnarnesvegi, Fífuhvammsvegi og bæjarmörkum við Kópavog.
Bæjarstjórn
Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar
2016-2030 og tillögu að deiliskipulagi til forkynningar í samræmi við
2.mgr. 30.gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem tillögurnar ná til afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Arnarnesvegi, Fífuhvammsvegi og bæjarmörkum við Kópavog.
Tillagan gerir ráð fyrir því að reit fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar verði breytt í miðsvæði (M). Á svæðinu er gert ráð fyrir þéttri blandaðri byggð, með áherslu á heilsutengda starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar m.a. í samræmi við markmið um uppbyggingu á samgöngu og þróunarás. Hámarkshæð verður almennt 3-6 hæðir en kennileitisbygging næst Hafnarfjarðarvegi geti orðið allt að 9 hæðir. Aðkoma verður frá Fífuhvammsvegi og um göng undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Gert er ráð fyrir því að Borgarlína sem fylgir Hafnarfjarðarvegi liggi um svæðið.
Kynningarfundur var haldinn í Sveinatungu, Garðatorgi 7, fimmtudaginn 31. ágúst 2023, kl.
17:00-18:30.
Á
fundinum voru tillögurnar sem eru á vinnslustigi kynntar og spurningum svarað. Einnig var aukakynningarfundur haldinn miðvikudaginn 20. september sl. kl. 16:30-18 í Sveinatungu á Garðatorgi 7.
- Aðalskipulagsbreyting - forkynning
- Deiliskipulag - Uppdráttur - forkynning
- Deiliskipulag - Greinargerð - forkynning
- Umhverfisskýrsla
- Fundargerð frá íbúafundum - forkynning
Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef skipulagsgáttar:
Skipulagsgátt - Arnarland - Breyting á aðalskipulagi
Skipulagsgátt - Arnarland - Deiliskipulag
Frestur til að skila inn ábendingum vegna forkynningar á skipulagstillögum Arnarlands er framlengdur til mánudagsins 2. október 2023.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar
athugasemdir til og með 2. október 2023 í gegnum vef skipulagsgáttar, á
netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.