Bangsadagurinn – myndabás
Bangsadagurinn er haldinn hátíðlegur á Bókasafni Garðabæjar föstudaginn 25.október.
Afmæli allra bangsa eða bangsadagurinn er sunnudaginn 27. október og af því skemmtilega tilefni ætlum við að vera með sérstök hátíðarhöld á Bókasafni Garðabæjar föstudaginn 25.október.
Komdu með uppáhaldsbangsann þinn og taktu mynd af þér með honum í myndabásnum. Myndataka er í boði allan daginn.
Bangsamyndir til að lita á borðum og bangsagetraun en dregið verður úr lukkukassa daginn eftir. Básinn opinn á milli kl. 10 - 18.