Betri Garðabær - Hugmyndasöfnun
Ertu með góða hugmynd? Hvað vantar í hverfið þitt? Hugmyndasöfnun í lýðræðisverkefninu Betri Garðabæ stendur yfir til 22. janúar 2024.
Betri Garðabær 2023-2024 er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa í Garðabæ. Verkefnið var sett fyrst á laggirnar árið 2019 og er þetta í þriðja sinn sem verkefnið fer fram.
Gert er ráð fyrir 100 milljónum króna til verkefnisins. Garðabær er allur eitt svæði í hugmyndasöfnun og kosningu. Við úrvinnslu hugmynda verður leitast við að tryggja að verkefni sem kosið verður um séu landfræðilega dreifð innan sveitarfélagsins. Áhersla er lögð á að verkefnið er þróunarverkefni sem verður þróað áfram með íbúum út frá reynslu, ábendingum og þátttöku.
Verkefnið byggir á hugmyndum um umræðulýðræði, þátttökulýðræði, þátttökufjárhagsáætlunargerð og að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku, umfram það sem gerist í hefðbundnu fulltrúalýðræði.
Hugmyndasöfnun hér á Betri Garðabær
Sjá nánar um verkefnið hér á vef Garðabæjar.