• 22.9.2024

Bíllausi dagurinn 2024

Öll eru hvött til að taka þátt og skilja bílinn eftir heima.

Evrópsk Samgönguvika er átak haldið 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.

Hluti átaksins er bíllausi dagurinn sem er haldinn 22. september. Þá eru öll; einstaklingar, fyrirtæki, félagsamtök, stofnanir og sveitarfélög hvött til að taka þátt.

Garðbæingar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum og skilja bílinn eftir heima.