Bleiki dagurinn
Fólk er hvatt til þess að klæðast bleiku í tilefni dagsins.
Bleiki dagurinn er hluti af Bleikum október sem er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Bleiki dagurinn er haldinn miðvikudaginn 23. októberog er þá fólk hvatt til þess að klæðast bleiku til stuðnings Bleiku slaufunni, árlegu átaksverkefni tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.