Brjóstagjafaráðgjöf og bókakynning
Að þessu sinni verður boðið upp á fyrirlestur og bókakynningu þar sem farið verður yfir hinar ýmsu áskoranir sem upp koma í brjóstagjöf og ráðleggingar um hvernig hægt er að takast á við þær.
Foreldramorgnar eru haldnir á bókasafninu alla fimmtudaga kl. 10.30 til og með15. maí.
Að þessu sinni verður boðið upp á fyrirlestur og bókakynningu þar sem farið verður yfir hinar ýmsu áskoranir sem upp koma í brjóstagjöf og ráðleggingar um hvernig hægt er að takast á við þær.
Höfundar Brjóstagjafabókarinnar þær: Hallfríður K. Jónsdóttir, Hildur A. Ármannsdóttir
Hulda S. Þórðardóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir og Þórunn Pálsdóttir sem eru allar ljósmæður og brjóstagjafaráðgjafar IBCLC. Brjóstagjafabókin sameinar þekkingu þeirra og visku á einum stað til að hún gagnist sem flestum.
Í bókinni má finna upplýsingar um af hverju brjóstagjöf er mikilvæg heilsu móður og barns, hvernig best er að undirbúa sig undir brjóstagjöf, hagnýt ráð fyrir fyrstu dagana og hvernig mjólkurframleiðslan virkar.