• 16.1.2019, 17:15 - 19:00, Hátíðarsalur íþróttahússins á Álftanesi

Deiliskipulag miðsvæðis Álftanes - íbúafundur

  • Miðsvæði Álftaness - loftmynd - deiliskipulagstillögur

Deiliskipulag miðsvæðis á Álftanesi.  Tillögur kynntar á íbúafundi miðvikudaginn 16. janúar kl. 17:15. 

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur auglýst tillögur að deiliskipulagi miðsvæðis á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar eru settar fram í fimm deiliskipulagsáætlunum; Breiðamýri, Krókur, Helguvík, Skógtjörn og Kumlamýri.

Við gildistöku þessara áætlana falla úr gildi þær deiliskipulagsáætlanir sem í gildi eru innan marka deiliskipulagsáætlananna.

Boðað er til íbúafundar í hátíðarsal íþróttamistöðvarinnar á Álftanesi, miðvikudaginn 16. janúar klukkan 17:15 – 19:00.
Þar verða tillögurnar kynntar og spurningum svarað.

Sjá nánari upplýsingar um tillögurnar hér á vefnum.