Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Álftanes miðsvæði

27.12.2018

Tillögur að fimm deiliskipulagsáætlunum

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögur að deiliskipulagi miðsvæðis á Álftanesi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillögurnar eru settar fram í fimm deiliskipulagsáætlunum; Breiðamýri, Krókur, Helguvík, Skógtjörn og Kumlamýri.

Við gildistöku þessara áætlana falla úr gildi þær deiliskipulagsáætlanir sem í gildi eru innan marka deiliskipulagsáætlananna.

Boðað er til íbúafundar í hátíðarsal íþróttamistöðvarinnar á Álftanesi, miðvikudaginn 16. janúar klukkan 17:15 – 19:00. Þar verða tillögurnar kynntar og spurningum svarað. Kynning á íbúafundi.  Myndband á íbúafundi.

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 7. febrúar 2019.

Breiðamýri – tillaga að deiliskipulagsáætlun

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Breiðumýrar á Álftanesi.

Í tillögunni er gert ráð fyrir 270 íbúðum í 9 fjölbýlishúsakjörnum.

Krókur – tillaga að deiliskipulagsáætlun

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Króks á Álftanesi.

Í tillögunni er gert ráð fyrir 54 íbúðum í raðhúsum.

Helguvík – tillaga að deiliskipulagsáætlun

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Helguvíkur á Álftanesi.

Í tillögunni er gert ráð fyrir 23 einbýlishúsum.

Kumlamýri – tillaga að deiliskipulagsáætlun

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Kumlamýrar á Álftanesi.

Í tillögunni er gert ráð fyrir 40 íbúðum í parhúsum.

Skógtjörn – tillaga að deiliskipulagsáætlun

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Skógtjarnar á Álftanesi.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi byggð við Búðarflöt, Lambhaga, Höfðabraut, Miðskóga, Brekkuskóga, Ásbrekku, Bæjarbrekku, Kirkjubrekku og Tjarnarbrekku verði hluti skipulagssvæðisins ásamt nýjum sérbýlishúsum sunnan við Bæjarbrekku.

Áður samþykktir skilmálar fyrir Brekku, vestanverða Skógtjörn (sem var felld úr gildi) og Kirkjubrú halda sér óbreyttir.

Í tillögunni er gert ráð fyrir allt að 14 nýjum einbýlis- og parhúsum.

Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri Garðabæjar frá 27. desember 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við tillögurnar á netfangið skipulag@gardabaer.is

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 7. febrúar 2019.

Boðað er til íbúafundar í hátíðarsal íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi, miðvikudaginn 16. janúar klukkan 17:15 – 19:00. Þar verða tillögurnar kynntar og spurningum svarað.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar