• 21.4.2022, 20:30, Sveinatunga

Ellen Kristjánsdóttir - Jazzhátíð Garðabæjar 2022

Upphafstónleikar Jazzhátíðar Garðabæjar eru með söngkonunni ástsælu Ellen Kristjánsdóttur í Sveinatungu fimtudaginn 21. apríl kl. 20:30 . Hún leiðir tríó sem meðal annars er skipað eiginmanni hennar, píanóleikaranum Eyþóri Gunnarssyni. Þau munu flytja fjölbreytta dagskrá þar sem jazz standardar, Magnús Eiríksson og fagrir sálmar munu líklega koma við sögu.

Upphafstónleikar Jazzhátíðar Garðabæjar eru með söngkonunni ástsælu Ellen Kristjánsdóttur í Sveinatungu fimtudaginn 21. apríl kl. 20:30 . Hún leiðir tríó sem meðal annars er skipað eiginmanni hennar, píanóleikaranum Eyþóri Gunnarssyni. Þau munu flytja fjölbreytta dagskrá þar sem jazz standardar, Magnús Eiríksson og fagrir sálmar munu líklega koma við sögu.Hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar hita upp 30 mínútur fyrir auglýsta tónleikatíma í Sveinatungu eða frá kl 20.Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Um hátíðina:Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í 16. sinn dagana 21.-24. apríl nk. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hefur frá upphafi verið Sigurður Flosason tónlistarmaður. Í ár skartar hátíðin fjölbreyttu úrvali íslenskra jazztónlistarmanna af ólíkum kynslóðum en einnig koma gestir frá Danmörku og Svíþjóð. Boðið verður upp á ólík stílbrigði jazztónlistar við allra hæfi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.Að þessu sinni fara flestir tónleikar hátíðarinnar í Sveinatungu, salarkynnum bæjarstjórnar að Garðatorgi 7. Einir tónleikar verða í Jónshúsi, félagsmiðstöð eldri borgara.