Erindi um hæglæti
Hæglæti: Svar við hraða og streitu. Meðvitað val um hvernig maður ver tímanum.
Áhugi fyrir hæglátara lífi, eða Slow living, hefur vaxið víða um heim síðustu árin. Í heimi sem lengi hefur hampað hraða, fylgir því gjarnan langþráður léttir og ávinningur að velja að njóta hæglætis betur.
Dögg Árnadóttir, lýðheilsufræðingur og stjórnarkona Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi mun í þessu erindi fjalla nánar um þetta, ásamt því að leiða umræður áhugasamra um hugmyndir og leiðir að hæglátara lífi.
Þessi viðburður er hluti af Löngum fimmtudögum í mars, en boðið verður uppá fjölbreytta og fræðandi dagskrá alla fimmtudaga í mars. Frítt inn og léttar veitingar.