• 22.9.2019, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Fjölskyldusmiðja kl. 13

FJÖLSKYLDUSMIÐJA verður haldin sunnudaginn 22. september kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands.

FJÖLSKYLDUSMIÐJA verður haldin sunnudaginn 22. september kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands. Smiðjunni verður stillt upp sem borðspili í yfirstærð þar sem þáttakendur taka þátt í að byggja upp borg. Þannig gefst innsýn í heim byggingarlistar og borgarskipulags á aðgengilegan og áhugaverðan hátt.

Spilað verður eftir leikreglum sem endurspegla einfaldaða útgáfu af samfélagi á skemmtilegan máta. Smiðjan hentar fróðleiksfúsu og forvitnu fólki á öllum aldri.

Kristján Örn Kjartansson arkitekt og einn af stofnendum arkitektastofunnar KRADS og Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og tónlistarmaður stýra smiðjunni.