• 3.5.2024, 18:00 - 23:59, Garðatorg - miðbær

Föstudagur í Jazzþorpinu

Föstudagur 3. maí

Kl. 18
Opnun Jazzþorpins á litla sviði

  • Jazzþorpið sett af bæjarstjóra, Almari Guðmundssyni ásamt þorpsfógetanum Ómari Guðjónssyni.

Píanótríó jazzmeistara Þóris Baldurssonar.  

  • Þeir Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Fúsi Óttarsson á trommur koma fram með Þóri.

Jazzveitingasala opnar, jazzplötubúð, antik hljóðfærahús og gítarsmiður.

  • Kósístofur Góða hirðisins bjóða gesti velkomna til að dvelja vel og lengi í Jazzþorpinu 2024.

Kl. 20

Los Bomboneros

  • Latinhljómsveit sem kemur öllum Garðbæingum og gestum þeirra í réttu föstujazzstemninguna með tónleikum á stóra sviðinu. 

  • Fram koma: Alexandra Kjeld á kontrabassa og söng, Daníel Helgason á tresgítar og rafgítar, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu og fiðlu,Tumi Torfason á trompet, Sólveig Morávek á flautu og klarinett og Matthías Hemstock á slagverk.

Kl. 22

DJ - Ingibjörg  Elsa Turchi

  • Jazzstjarnan spilar víniljazzplötur á litla sviði í lok kvölds.