Fróðleiksmoli Bókasafns Garðabæjar - Eliza Reid - Sprakkar
Eliza Reid forsetafrú kemur á mánaðarlegan Fróðleiksmola á Bókasafn Garðabæjar til þess að segja frá bók sinni, Sprakkar þriðjudaginn 26. september kl. 17:30.
Eliza Reid forsetafrú kemur á mánaðarlegan Fróðleiksmola á Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi 7 til þess að segja frá bók sinni, Sprakkar. Í bókinni fjallar Eliza Reid um margvísleg mál sem snúa að lífi og störfum kvenna á Íslandi. Hún ræðir við konur á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Þær hafa frá mörgu að segja og koma víða við í spjalli um stöðu kynjanna, atvinnulífið, móðurhlutverkið og ótalmargt fleira. Brugðið er upp litríkri mynd af íslensku nútímasamfélagi, kostum þess og göllum, og rýnt í það sem enn er óunnið í jafnréttismálum.
Öll velkomin!