Hádegistónleikar með Sigríði Ósk Kristjánsdóttur og Hrönn Þráinsdóttur
Tónleikaröðin Tónlistarnæring heldur áfram göngu sinni í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Sigríður Ósk og Hrönn Þráins stíga á svið.
Það eru þær Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og Hrönn Þráinsdóttir píanisti sem koma fram á hádegistónleikum að þessu sinni. Á dagskránni eru aríu, sönglög og jólaleg lög eftir höfunda eins og Purcell, Bizet, Reynaldo Hahn, William Gomez og Ingibjörgu Þorbergs.
Tónlistarnæring eru hádegistónleikarnir í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Þeir frama fram fyrsta miðvikudag í mánuði.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin