• 2.11.2024, 14:00 - 18:00, Gróskusalurinn
  • 3.11.2024, 14:00 - 18:00, Gróskusalurinn
  • 9.11.2024, 14:00 - 18:00, Gróskusalurinn
  • 10.11.2024, 14:00 - 18:00, Gróskusalurinn
  • 16.11.2024, 14:00 - 18:00, Gróskusalurinn
  • 17.11.2024, 14:00 - 18:00, Gróskusalurinn

Haustsýning Grósku: Gallerí Kaffihús

Haustsýning Grósku að þessu sinni kallast Gallerí Kaffihús og er það ekki að ástæðulausu.

Gróska hefur umbreytt sýningarsalnum í notalega kaffihúsastemmingu þar sem gestir geta sest niður í rólegheitum, lesið, prjónað, spjallað og notið tónlistar og myndlistar. Unnur Sæmundsdóttir myndlistarkona er sýningarstjóri að þessu sinni og raðar hún þeim verkum sem eru til sýnis á skemmtilega hráan og fjölbreyttan máta, enda eru verkin allt frá rissum og skissum yfir í fullkláruð verk. Reynir hún á þann hátt að ná fram vissu flæði milli rýmisins og verkanna, að tengja myndlistarverk og rými þannig að saman búa þau til hina listrænu stemmingu sem gestirnir upplifa. Og auðvitað kaffi á boðstólnum og sitthvað fleira ... sem gerist á kaffihúsum.

Sýningin opnar laugardaginn 2.nóvember milli klukkan 14-18.

Sýningin er opin laugardag og sunnudag milli klukkan 14-18 þrjár fyrstu helgarnar í nóvember:

2. og 3.nóvember

9. og 10.nóvember

16. og 17.nóvember

Allir hjartanlega velkomnir!

Með myndlistarkveðjum,

Stjórn Grósku