• 23.4.2019 - 7.5.2019

Hreinsunarátak 23. apríl - 7. maí

Árlegt hreinsunarátak í Garðabæ verður dagana 23. apríl – 7. maí nk. Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu. 

Árlegt hreinsunarátak í Garðabæ verður dagana 23. apríl – 7. maí nk. Þá geta hópar tekið sig saman um að hreinsa svæði í bæjarlandinu og fengið fjárstyrk að launum t.d. til að verðlauna sig með grillveislu að loknu góðu verki. Nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátakinu með það að markmiði að Garðabær verði einn snyrtilegasti bær landsins.

Þau félög/hópar sem vilja taka þátt, með því að taka að sér hreinsunarverk í nærumhverfi sínu geta haft samband við verkefnastjóra í garðyrkjudeild í s. 820 8574 eða með því að senda t-póst í netfangið lindajo@gardabaer.is.

Íbúar eru jafnframt hvattir til að sýna gott fordæmi með því að taka nærumhverfi sitt í fóstur og hlúa að því. Starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað eftir ruslatínslu bæjarbúa, hópa eða einstaklinga. Þátttakendur geta nálgast poka fyrir ruslatínsluna í áhaldahúsi Garðabæjar við Lyngás 18. Plast skal flokkað sérstaklega frá öðru rusli og sett í glæran plastpoka sem einnig má fá hjá áhaldahúsinu.

Vorhreinsun og fróðleikur um gróður á lóðum

Hin árlega vorhreinsun lóða verður haldin dagana 13.-24. maí og upplýsingar um vorhreinsunina og hreinsunarátakið má finna hér á vef Garðabæjar.  

Hér á vef Garðabæjar er hægt að nálgast mikinn fróðleik um gróður á lóðum, s.s. um umhirðu trjágróðurs og leiðbeiningar um umhirðu garða.