Íris Björk og Matthildur Anna á hádegistónleikum
Fyrsta Tónlistarnæring ársins! Íris Björk Gunnarsdóttir sópran og Matthildur Anna Gísladóttir píanisti koma fram á Tónlistarnæringu að þessu sinni.
Íris Björk Gunnarsdóttir sópran og Matthildur Anna Gísladóttir píanisti koma fram á Tónlistarnæringu að þessu sinni.
Íris flytur tónlist meðal annars eftir Puccini og Gounod.
Tónlistarnæring eru hádegistónleikar sem fara fram fyrsta miðvikudag í mánuði, tónleikarnir eru í boði menningar- og safnanefndar Garðabæjar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar. Tónlistarnæring fer fram í sal skólans að Kirkjulundi, aðgangur er ókeypis.