• 5.1.2020, 13:00 - 14:30, Íþróttamiðstöðin Ásgarður

Íþróttahátíð Garðabæjar

  • Áhorfendur á íþróttahátíð Garðabæjar 2018

Íþróttahátíð Garðabæjar verður haldinn sunnudaginn 5. janúar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði.

Kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar verður lýst við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni Ásgarði sunnudaginn 5. janúar kl. 13:00-14:30. Þar verða einnig afhentar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á íþróttasviðinu, þátttöku með landsliðum og árangur á erlendum vettvangi. Þá verður einnig veitt viðurkenning fyrir félagsstörf og þjálfari ársins valinn.

Allir eru velkomnir á hátíðina.

Sjá frétt hér um kjör íþróttamanna Garðabæjar - vefkosning er opin til og með 1. janúar nk. 

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.