Íþróttamenn Garðabæjar 2019 -kosning
Fjórir karlar og fjórar konur eru tilnefnd af ÍTG (íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar) sem íþróttamenn Garðabæjar 2019. Einn karlmaður og ein kona verða valin, annars vegar sem íþróttakarl og hins vegar íþróttakona Garðabæjar 2019.
-
Íþróttalið ársins 2018
Fjórir karlar og fjórar konur eru tilnefnd af ÍTG (íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar) sem íþróttamenn Garðabæjar 2019. Einn karlmaður og ein kona verða valin, annars vegar sem íþróttakarl og hins vegar íþróttakona Garðabæjar 2019.
Opin vefkosning fer fram á vef Garðabæjar frá 20. desember nk. til og með 1. janúar 2020.
VEFKOSNING - vefkosningu um íþróttamenn ársins lauk á miðnætti 1. janúar 2020.
ÍTG mun síðan velja milli þeirra sem tilnefndir eru og styðjast við niðurstöðu vefkosningarinnar við það val.
Upplýsingar um íþróttamennina sem eru tilnefndir og afrek þeirra
Íþróttahátíð Garðabæjar 5. janúar 2020
Kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar verður lýst við hátíðlega athöfn í Ásgarði sunnudaginn 5. janúar kl. 13:00-14:30. Þar verða einnig afhentar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á íþróttasviðinu, þátttöku með landsliðum og árangur á erlendum vettvangi. Þá verður einnig veitt viðurkenning fyrir félagsstörf og þjálfari ársins valinn.
Allir eru velkomnir á hátíðina.
Meðfylgjandi mynd er af íþróttaliði ársins 2018.