Jólabókaspjall fyrir börnin
Kristín Helga og Hjalti Halldórsson lesa upp úr bókum sínum og spjalla við börnin.
Rithöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Hjalti Halldórsson lesa upp úr nýútgefnum bókum sínum og spjalla við börnin.
Bækurnar sem lesið verður upp úr:
Fíasól í logandi vandræðum: Hjálparsveit Fíusólar stendur í stórræðum. Það er eldgos í Vindavík og Alla Malla og Stebbi flýja í Grænalund. Bjössi byssó flytur í götuna. Fíasól tínir upp skítalummur og syngur í Skólóvisjón og þau Ingólfur Gaukur rífast miklu meira en venjulega.
Obbuló í Kósímó: Vinirnir Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Má skilja útundan? Hver er Nikólína? Er bannað að tala við ókunnuga? Spurningunum er svarað í þessari bók.
Hinn eini sanni sveinn!: Jólympíuleikarnir! Matthildur var svo viss um að það væri frábær hugmynd að láta jólasveinana keppa í alls konar jólaþrautum í sjónvarpinu. Þá myndu þeir hætta að rífast um hver væri mestur og bestur. Jólaandinn færðist aftur yfir bæinn og pabbi héldi starfinu hjá sjónvarpsstöðinni. En núna er allt farið í vaskinn og jólin eru í húfi!
Verið innilega velkomin á ljúfa jólasögustund á bókasafninu.