Jólatónleikar í Vídalínskirkju
Styrktartónleikarnir eru samvinnuverkefni Þýska sendiráðsins, Garðabæjar, kirkjunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Árlegir styrktartónleikar í Vídalínskirkju. Tónleikarnir eru samvinnuverkefni Þýska sendiráðsins, Garðabæjar, kirkjunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Þau sem koma fram eru Kristinn Sigmundsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson. Þau munu syngja jólalega tónlist og í sumum lögum tekur Mótettukórinn undir en kórinn syngur líka nokkur lög á tónleikunum.
Einnig koma Einar Örn Magnússon og Matthías Helgi Sigurðarson fram, þeir flytja tvö lög í anda Ragga Bjarna en Einar Örn er langafastrákurinn hans Ragga.