Jónsmessugleði Grósku - sýning framlengd
Sýning myndlistarfélagsins Grósku á Garðatorgi hefur verið framlengd til og með 6. júlí.
Jónsmessugleði Grósku er haldin í fjórtánda sinn í sumar og að þessu sinni á Garðatorgi. Að þessu sinni er hún með gjörbreyttu sniði því efnt verður til stórsýningar í Gróskusalnum og á Garðatorgi með fjölbreytilegum listaverkum eftir um 80 listamenn. Sýningin á torginu opnaði formlega laugardaginn 22. júní og hefur nú verið framlengd til og með laugardagsins 6. júlí nk til kl. 18:00.
Jónsmessugleði er haldin að frumkvæði Grósku í samstarfi við Garðabæ. Sýnendur eru myndlistarmenn í Grósku og gestalistamenn hvaðanæva af landinu.
Unnið er í ýmsum miðlum og sýningin teygir anga sína víða. Hún nær alla leið niður í undirgöngin við Aktu Taktu þar sem Lomek og félagar hafa málað skemmtilegt graffiti verk sem vonandi fær að lífga upp á göngin til framtíðar.
Jónsmessugleði hefur verið framlengd til 6. júlí og á meðan fylla listaverkin Gróskusalinn og Garðatorg. Sýningin í Gróskusalnum er opin klukkan 14-18 en sýningin á torginu klukkan 8-19.
Verið velkomin á Garðatorg.
Fyrsta Jónsmessugleði var haldin í Garðabæ fyrir fimmtán árum og var Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, stofnað í framhaldi af því. Gróska er öflugt myndlistarfélag sem hefur fest sig í sessi í menningarlífi Garðabæjar með sýningum og öðrum menningarviðburðum.
Fylgist með á Facebook síðu Grósku