• 22.10.2024, 10:30 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar

Klassíski leshringurinn

Leshringur Bókasafns Garðabæjar, hinn klassíski, hittist annan hvern þriðjudag klukkan 10:30 til 12:00, 24. september til 3. desember, í lesstofu bókasafnsins á annarri hæð.

Umsjónarmaður leshringsins er Rósa Þóra Magnúsdóttir og velur hún þema og útbýr fræðsluefni um lesefnið sem er lesið saman á fundum. Meðlimir spjalla um sinn lestur, fjölbreyttar bókmenntir og lífið og tilveruna. Þemað á haustönn er Bækur um bækur.

Fjallað verður um átta bækur í hverjum tíma sem eiga það sameiginlegt að bókmenntir, lestur, útgefendur, rithöfundar, bókaklúbbar, bókasöfn, orð, tungumál, dagbækur og bréf koma mikið við sögu og hafa jafnvel sterk áhrif á líf sögupersóna og framgang söguþráðar.

Nýir meðlimir velkomnir. Skráning við mætingu.