• 1.9.2024, 13:00, Hönnunarsafn Íslands

Körfugerð fyrir alla fjölskylduna

Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona kennir þátttakendum að vefa litla körfu á Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 1. september klukkan 13 hefst haustdagskrá fyrir fjölskyldur í Hönnunarsafninu. Það er Guðrún Pétursdóttir körfugerðarkona sem kennir þátttakendum að vefa litla körfu sem er tilvalin fyrir hvers konar góðgæti og gersemar.

Guðrún hefur verið í vinnustofudvöl í Hönnunarsafninu í sumar og einstakt tækifæri fyrir fjölskyldur að skapa saman úr efnivið úr íslenskri náttúru á fyrstu fjölskyldusmiðju haustsins. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.