Krílasögur og söngur með Þórönnu Gunný
Þóranna Gunný syngur fyrir yngstu krílin og segir sögur.
Þóranna Gunný Gunnarsdóttir, söngkona, stýrir samverustund með tónlist og leik fyrir yngstu krílin og foreldra þeirra. Þóranna leiðir hópinn í sögu, söng og leikstund með hristur o.fl.
Yndisleg fjölskyldustund sem hentar yngstu krílunum. Verið innilega velkomin.