• 13.6.2020, 10:30 - 13:00

Kvennahlaupið 2020 - hlaupið í Garðabæ

Kvennahlaupið 2020 verður haldið laugardaginn 13. júní. Hlaupið verður frá Garðatorgi, upphitun hefst kl. 10:30 og hlaupið sjálft kl. 11.

Kvennahlaupið 2020 verður haldið laugardaginn 13. júní, upphitun á Garðatorgi hefst kl. 10:30 og hlaupið sjálft kl. 11.  Hlaupið verður á mörgum stöðum á landinu en stærsta hlaupið verður hér í Garðabæ.

Boðið verður upp á 3 vegalengdir, 2 km, 5 km og 10 km. Vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda verða hlauparar ræstir í hópum og hvatt er til að halda hæfilegri fjarlægð eins og hægt er.

Athygli er vakin á því að vegna hlaupsins verða nokkar götur lokaðar á meðan á því stendur, frá kl. 11-13. Hér má sjá kort af hlaupaleiðunum .

Frekari upplýsingar er að finna á viðburði hlaupsins og einnig á kvennahlaup.is

https://www.facebook.com/events/3121808874506397/