• 15.6.2019, 11:00, Garðatorg - miðbær

Kvennahlaupið í Garðabæ

  • Kvennahlaupið 15. júní 2019

Kvennahlaupið heldur upp á 30 ára afmæli í ár.  Hlaupið verður frá Garðatorgi laugardaginn 15. júní kl. 11.

Fjölmennasta hlaupið í Garðabæ - í ár verður hlaupið laugardaginn 15. júní kl. 11

Í Garðabæ verður hlaupið frá Garðatorgi laugardaginn 15. júní kl. 11. Að venju verður upphitun á undan fyrir hlaupið. Þrjár vegalengdir eru í boði: 2, 5 og 10 km.

Sjá frétt um lokanir og hlaupaleiðir hér á vef Garðabæjar. 

Sjá einnig upplýsingar um hlaupið og hlaupastaði inni á vef Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ
Kvennahlaupið á facebook

30 ára afmæli Kvennahlaupsins

Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990. Upp­haf­lega var markmið hlaups­ins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi. Þau markmið hafa um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frábærum ár­angri á heimsvísu og margar konur í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis. Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ er haldið á yfir 80 stöðum á land­inu og víða erlendis. 

Í dag er áherslan ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum. Hlaupið er ár­viss viðburður hjá mörgum konum sem taka dag­inn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vin­konum sínum og margir karl­menn slást líka í hóp­inn.

Ekki þarf að skrá sig sér­stak­lega í hlaupið. Hægt er að kaupa boli á hlaupa­stöðunum og kosta þeir 2000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri.
Einnig er hægt að ganga frá kaupum á bol fyrir hlaup inni á TIX.is