13. jún. 2019

Kvennahlaupið - hlaupaleiðir og lokanir

Upplýsingar um hlaupaleiðir og lokanir í Kvennahlaupinu sem fram fer á laugardaginn 15. júní.

  • Hlaupaleiðir í Kvennahlaupinu
    Hlaupaleiðir í Kvennahlaupinu

Kvennahlaupið verður haldið í Garðabæ laugardaginn 15. júní kl. 11.

Miðstöð hlaupsins er í Ráðhúsi Garðabæjar við Garðatorg og þaðan verður hlaupið ræst. Í hlaupinu er boðið upp á þrjár hlaupaleiðir, 2 km skemmtiskokk, 5 km vegalengd án tímatöku, og 10 km vegalengd. Hlauparar verða allir ræstir á sama tíma kl. 11:00 en upphitun hefst á Garðatorgi kl. 10.

Hér má sjá kort af hlaupaleiðum.

Hlaupaleiðir

Allir hlauparar byrja á Garðatorgi og hlaupa út af torginu í vesturátt niður á Bæjarbraut.

  • Hlauparar í 2 km hlaupi beygja til vinstri eftir Bæjarbraut og hlaupa í suður inná Stekkjarflötina.
  • Hlauparar í 5 km hlaupi beygja til hægri eftir Bæjarbraut og sem leið liggur að hringtorgi við Hæðarbraut. Þar er beygt til hægri og farið eftir Hæðarbraut og að göngustíg sem liggur fyrirneðan Urðahæð. Hlaupið er eftir göngustígnum að Hnoðraholtsbraut þar sem beygt er til vinstra að Vetrarbraut. Hlaupið er suður Vetrarbraut og að gatnamótum við Vífilsstaðaveg. Þar er beygt til hægri og hlaupið í mark við Garðatorg. 
  • Þeir sem vilja hlaupa 10 km hlaupa tvo 5km hringi.

Lokanir á götum

  • Bæjarbraut frá Stekkjarflöt/Vífilsstaðavegi að hringtorgi við Hæðarbraut verður lokað frá 11:00 og á meðan á hlaupinu stendur.
  • Vífilsstaðavegur frá Stekkjarflöt/Bæjarbraut að Karlabraut/Brúarflöt verður lokaður frá kl. 11:00 og meðan á hlaupinu stendur.
  • Vífilsstaðavegur frá hringtorgi við Reykjanesbraut verður lokaður að marki við Garðatorg frá kl. 11:15 og meðan á hlaupinu stendur.