• 27.8.2020, 17:00 - 18:30, Fjarfundur á Facebook

Kynningar-fjarfundur 27. ágúst kl 17 um tillögur að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagsáætlunum í Vífilsstaðalandi

Fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17:00 verður kynningar-fjarfundur um tillögur að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagsáætlunum í Vífilsstaðalandi. Fundurinn verður fjarfundur og fer fram í gegnum Facebook

VÍFILSSTAÐALAND. TILLÖGUR AÐ AÐALSKIPULAGSBREYTINGU OG DEILISKIPULAGSÁÆTLUNUM.

Í samræmi við 1. mgr. 31. gr., sbr. 36. gr., og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsti Garðabær þann 11. júní síðastliðinn tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Vífilsstaðalands og þrjár deiliskipulagstillögur sem eru innan þess svæðis. Deiliskipulagstillögurnar eru Vetrarmýri - miðsvæði, Hnoðraholt norður og Rjúpnadalur.

Áður boðaður kynningarfundur verður haldinn þann 27. ágúst kl. 17:00 og lýkur kl. 18:30. Vegna gildandi samkomutakmarkanna verður fundurinn fjarfundur og honum streymt á Facebook síðu Garðabæjar. Hægt verður að senda rafrænar fyrirspurnir (komment) í gegnum Facebook og/eða með því að senda tölvupóst á netfangið skipulag@gardabaer.is á meðan á fundinum stendur og verður spurningunum svarað í lok fundarins.

Viðburður á facebook-síðu Garðabæjar

Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á Facebook- og heimasíðu Garðabæjar. Bent er á að í framhaldi af kynningarfundi geta aðilar leitað til skipulagsstjóra varðandi nánari upplýsingar og eftir atvikum óskað eftir fundi.

Allar nánari upplýsingar og gögn má nálgast hér á heimasíðu Garðabæjar.

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 7. september 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða á netfangið skipulag@gardabaer.is