• 4.5.2024, 11:00 - 23:59, Garðatorg - miðbær

Laugardagur í Jazzþorpinu

Laugardagur 4. maí

Kl. 11

Þorpið opnar, dagskrá frá kl. 12 – 18:30 á litla sviði

  • Jazzkaffi og kruðerí, Kristinn Soð reiðir fram jazzmat, jazzdrykkir og kósíheit áður en dagskrá hefst. Gítarsmiður og hljóðfærabúð  ásamt Lucky Records taka vel á móti áhugasömum.

Kl. 12

Kári Egilsson tríó

  • Einn fremsti jazzpíanisti ungu kynslóðarinnar kemur fram með píanotríó sínu. Ásamt Kára leika þeir Matthías MD Hemstock á trommur og Nico Moreaux á kontrabassa.

Kl. 13

Sunna Gunnlaugs tríó

  • Píanótríó Sunnu leikur tónlist sína fyrir gesti þorpsins en þau hefja Evróputúr sinn í Garðabæ! Með Sunnu leika þeir Scott Mclemore á trommur og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.

Kl. 14

Magnús Jóhann & Óskar Guðjónsson

  • Heitir úr hljóðveri og kynna fyrir þorpsgestum nýja afurð sem mun líta dagsins ljós í haust.

Kl. 15:30

Jazzspjall með Vernharði Linnett

  • Vernharður segir okkur góðar skemmtisögur af frægum erlendum jazzstjörnum sem komu fram á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar.

Kl. 18

Jazz-gettu-betur

  • Jazzarar láta reyna á sína jazzvisku.

Kl. 20 á stóra sviði

Ragnheiður Gröndal og Árabátanir - Konur og upphaf sveiflunnar

  • Tónlist sem allir þekkja frá miðbiki síðustu aldar þegar fyrstu sveiflu-söngkonurnar litu dagsins ljós á Íslandi. Tónlist sem yljar, gleður og lyftir andanum.
  • Með Ragnheiði verða þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Haukur Gröndal á saxófón Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa og Erik Quick á trommur.

Kl. 22  á litla sviði

DJ-Ingibjörg Elsa Turchi

  • Víniljazzplötum þeytt af bassaleikaranum.

  Jazzþorpið í Garðabæ í fyrra