• 20.3.2021, 14:00, Hönnunarsafn Íslands

Leiðsögn með sýningarstjórum

Sýningarstjórar sýningarinnar Leiðsögn -Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1970 þær Inga S. Ragnarsdóttir, myndlistarmaður og Kristín Guðnadóttir, listfræðingur sjá um leiðsögn í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 20. mars kl. 14.

Sýningarstjórar sýningarinnar þær Inga S. Ragnarsdóttir, myndlistarmaður og Kristín Guðnadóttir, listfræðingur sjá um leiðsögnina en fólk er beðið að skrá kennitölu og símanúmer fyrir leiðsögnina.

Síðastliðin tíu ár hefur Inga rannsakað tímabilið 1930 - 1970 í sögu keramiklistar á Íslandi.

Samtímis sýningunni er gefin út samnefnd bók sem byggir á rannsóknum Ingu. Höfundar bókarinnar eru þær Inga og Kristín.

Minningarsjóður Ragnars Kjartanssonar gefur bókina út.

Aðganseyrir á safnið gildir.

1000 kr fyrir fullorðna

500 kr fyrir eldri borgara

Frítt fyrir yngri en 18 ára.

Hægt er að skrá þátttöku á netfangið honnunarsafn@honnunarsafn.is eða í móttöku safnsins.