Lesið fyrir hund
Hvað er skemmtilegra en að lesa fyrir hund?
Börn geta tekið heimalesturinn sinn eða spennandi bók sem þau eru að lesa og lesið fyrir sérþjálfa hunda frá Vigdísi - vinir gæludýra á Íslandi.
Það er takmarkað pláss og þess vegna er nauðsynlegt er að skrá sig og bóka pláss í síma 591 4550 eða með tölvupósti bokasafn@gardabaer.is
Það þarf að gefa upp nafn og aldur barns og nafn, kennitölu, símanúmer og netfang þess sem mætir með barninu á safnið.
Verið hjartanlega velkomin á Garðatorg!