• 21.3.2021, 13:00 - 15:00, Gróskusalurinn

Listasmiðja og opið hús hjá Grósku

  • Listasmiðja Grósku

Opið hús og listasmiðja verður hjá Grósku sunnudaginn 21. mars kl. 13-15. Myndlistarmenn í Grósku mála saman í Gróskusalnum við Garðatorg 1 og Garðbæingum og öðrum listunnendum er velkomið að koma og fylgjast með lifandi sköpun og taka þátt í listasmiðjunni. 

Opið hús og listasmiðja verður hjá Grósku sunnudaginn 21. mars kl. 13-15. Myndlistarmenn í Grósku mála saman í Gróskusalnum við Garðatorg 1 og Garðbæingum og öðrum listunnendum er velkomið að koma og fylgjast með lifandi sköpun og taka þátt í listasmiðjunni. Gætt er að sóttvörnum og fjarlægðarmörkum þannig að gleðjast má hóflega saman.

Eftir langt hlé vegna heimsfaraldurs er lífleg dagskrá framundan hjá Grósku og vonandi bjartari tímar. Gróska er virkt myndlistarfélag sem hefur fest sig vel í sessi í menningarlífi Garðabæjar með viðburðum eins og Sumarsýningu, Jónsmessugleði og Haustsýningu. Gróska stendur auk þess fyrir ýmsum öðrum sýningum og uppákomum. Félagsmenn eru um 70 talsins og nýjum félögum er tekið fagnandi. Fólk sem býr eða vinnur í Garðabæ og fæst við myndlist, hvort sem er í tvívíðu eða þrívíðu formi, er hvatt til að sækja um inngöngu í félagið með því að senda póst á groskamyndlist@gmail.com. Einnig er hægt að sækja um í gegnum facebooksíðu Grósku.  Félagsmönnum býðst að taka þátt í sýningum Grósku og ýmsum myndlistarnámskeiðum sem haldin eru á vegum félagsins.