Minecraft: Hönnun og landafræði
Skema mætir með sína stórskemmtilegu Minecraft smiðju á bókasafnið.
Í þessari Minecraft smiðju fá þátttakendur tækifæri til þess að byggja á sérhönnuðum netþjóni Skema sem er nákvæm eftirlíking af Íslandi. Þátttakendur vinna saman í hópum og koma sér saman um byggingu og staðsetningu hennar á Íslandi.
Markmið smiðjunnar er að þjálfa teymisvinnu, skipulagningu verkefna, sköpunargáfuna og að auka áhuga á landafræði Íslands. Smiðjan hentar fyrir börn á aldrinum 7-10 ára.Athugið að fullbókað er á smiðjuna en hægt er að senda tölvupóst á asbjorgbj@gardabaer.is með upplýsingum um nafn, aldur, netfang og símanúmer og setja barnið á biðlista.