Minnismerki um finnsku húsin endurnýjað
Minnismerki um uppruna finnsku húsanna svokölluðu í Búðahverfi verður nú endurnýjað.
Upphaflega var minnismerki komið fyrir á stórum steini á milli Ásbúðarog Holtsbúðar eftir að Búðahverfið byggðist upp á áttunda áratugsíðustu aldar. Minnismerkið var sett upp sem þakklætisvottur fyrir hjálp finnsku þjóðarinnar í kjölfar eldgossins í Heimaey árið 1973. Í tilefni þess að nú eru 50 ár síðan finnsku húsin voru reist verður nýtt minnismerki á sama steini afhjúpað þann 19. nóvember klukkan 15:00.
Öll velkomin að vera viðstödd. Heitt verður á könnunni.
Rautt merki sýnir staðsetningu steinsins sem um ræðir.