• 19.9.2018, 18:00, Heiðmörk

Náttúra – gengið frá Heiðmörk- 19. september kl. 18

  • Heiðmörk

Garðabær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september.  Alla miðvikudaga getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land.  Þetta er annað árið í röð sem blásið er til þessa átaks en göngurnar eru um leið áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna Garðabæjar sem hafa verið farnar á undanförnum árum. 

Garðabær tekur þátt í verkefni Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í september.  Alla miðvikudaga getur almenningur tekið þátt í lýðheilsugöngum um allt land.  Þetta er annað árið í röð sem blásið er til þessa átaks en göngurnar eru um leið áframhald vinsælla sögu- og fræðslugangna Garðabæjar sem hafa verið farnar á undanförnum árum. 

 

Náttúra – gengið frá Heiðmörk- 19. september kl. 18

Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga í september og verður næsta ganga miðvikudaginn 19. september kl. 18. Þá er mæting í Heiðmörk, á nýja bílastæðið við Búrfellsgjá/Selgjá. Vígsla verður á nýju fræðsluskilti um Selgjá og mun Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur, leiða göngu um svæðið.

 

Göngurnar eru um leið áframhald sögu- og fræðslugangna sem hafa verið í boði á þessu ári og undanförnu ári í Garðabæ og hafa verið vel sóttar af almenningi.  

Allar upplýsingar um göngustaði og gönguleiðir annars staðar á landinu má finna á vef verkefnisins www.fi.is/lydheilsa .