• 27.9.2024, 17:00, Hönnunarsafn Íslands

Örverur á heimilinu

Örverur á heimilinu er hluti af sýningarröðinni Heimsókn á Hönnunarsafni Íslands. 

Sýningin Örverur á heimilinu leiðir okkur inn í samstarf mannfólks við þessar örsmáu félagsverur, sem er að finna í svo að segja öllum hornum heimilisins. Hún beinir kastljósinu að fjölbreyttri örveruflóru sem umlykur okkur og býr innra með okkur, því ólíka samstarfi sem við eigum við örverur í hversdeginum og er ætlað að hvetja fólk til frekara samstarfs við örverur dags daglega.

Örverur á heimilinu er ein af afurðum þverfaglega rannsóknarverkefnisins Samlífi manna og örvera í daglega lífinu undir stjórn dr. Valdimars Tr. Hafstein. Verkefnið, sem staðið hefur undanfarin þrjú ár, leiðir saman þjóðfræðinga, mannfræðinga, næringarfræðinga og líffræðinga frá Háskóla Íslands og Matís.