• 1.12.2024, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Piparkökuarkitektúr

Smiðja leidd af ÞYKJÓ, þar sem þátttakendur fá að búa til piparkökuhús.

Við setjum saman lítil líkön að húsum eins og arkitektar gera – nema þessi hús eru úr piparkökudeigi og við getum borðað þau ef við viljum!

Smiðjan er leidd af ÞYKJÓ, þverfaglegu teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar.

Smiðjan er hluti af fjölskyldudagskrá Hönnunarsafns Íslands sem fer fram fyrsta sunnudag hvers mánaðar í fræðslurými safnsins á 2. hæð.

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum!