• 16.9.2018, 13:00 - 15:00, Hönnunarsafn Íslands

Ritsmiðja í Hönnunarsafni Íslands kl. 13-15

  • Bergrún Íris

Í tengslum við sýninguna Undraveröld Kron by Kronkron leiðir Bergrún Íris Sævarsdóttir ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 9–13 ára þann 16. september næstkomandi kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1.

Í tengslum við sýninguna Undraveröld Kron by Kronkron leiðir Bergrún Íris Sævarsdóttir ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 9–13 ára þann 16. september næstkomandi kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1.

Hvert hafa skórnir þínir ferðast og í hvers konar ævintýrum hafa þeir lent? Kafað er í hugmyndaleit og persónusköpun og hvernig beinagrind að sögu verður til. Vel er gætt að styrkleikum hvers barns þegar það stígur sín fyrstu skref sem rithöfundur.

Rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur sérstakt lag á að vinna með börnum á öllum aldri. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra, skrifað sex bækur og myndskreytt tugi bóka sem margar hafa slegið í gegn.

Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Viðburðurinn á Facebook.