• 8.2.2019, 18:00 - 23:00, Bókasafn Garðabæjar

Safnanótt - dagskrá í Bókasafni Garðabæjar

  • Jón Jónsson

Fjölbreytt dagskrá í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar, kl. 18-23.

Hin árlega Vetrarhátíð fer fram dagana 7.-10. febrúar nk. með þátttöku allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Á Safnanótt, föstudaginn 8. febrúar, verður opið hús og fjölbreytt dagskrá frá kl. 18-23 í Hönnunarsafni Íslands, burstabænum Króki og Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg. Auk þess verður opið hús á Bessastöðum frá kl. 19-22.

Auglýsing

BÓKASAFN GARÐABÆJAR , GARÐATORGI 7, OPIÐ HÚS KL. 18:00-23:00

Ratleikur bókasafnsins á Safnanótt. Leiðin liggur meðal annars inn í draugalegan helli. Dregið verður á klukkutíma fresti á milli kl. 20- 22 í afgreiðslunni úr innsendum lausnum í ratleiknum.
Kl. 18:00 Leiðsögn um bókasafnið, safnið skoðað og fræðsla um starfsemi safnsins
Kl. 18:30 Skólakór Sjálandsskóla tekur nokkur lög undir stjórn Ólafs Schram
Kl. 19:30-21:30 Axlanudd fyrir gesti, tímapantanir frá kl. 18:00
Kl. 20:00 Geðveikar húsmæður, erindi heldur Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur og bóndi
Kl. 20:00-22:00 Hrönn spáir í spilin, tímapantanir á staðnum frá kl. 18:00
Kl. 20:30 Nemendur í rytmadeild Tónlistarskóla Garðabæjar spila
Kl. 21:30 Jón Jónsson tónlistarmaður spilar og syngur

Bókasafnið á facebook