• 16.11.2024, 13:00, Bókasafn Garðabæjar

Skuggaleikhús með ÞYKJÓ

Smiðjan er ætluð börnum frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna.

Fjölskyldum er boðið í Bókasafn Garðabæjar að kynnast töfrum skuggaleikhúss með hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Smiðjan er ætluð börnum frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna. Allur efniviður verður á staðnum og þátttaka er ókeypis.

ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir.