• 9.3.2021, 18:00 - 19:00, Bókasafn Garðabæjar

Spænska veikin - Höfundur fræðir og ræðir

Gunnar Þór Bjarnason segir frá efni metsölubókar sinnar um Spænsku veikina þriðjudaginn 9. mars kl. 18-19.


Gunnar Þór Bjarnason segir frá efni metsölubókar sinnar um Spænsku veikina þriðjudaginn 9. mars kl. 18-19 í Bókasafni Garðabæjar. Enn er langur biðlisti á bókasafninu eftir bókinni!

Spænska veikin var mannskæðasta farsótt sögunnar og barst hingað til lands í miðju Kötlugosi á einu viðburðaríkasta ári tuttugustu aldar, 1918.

Var hægt að mæta þessari skelfilegu heimsplágu með markvissum sóttvörnum? Og að hvaða leyti er spænska veikin sambærileg við veirufaraldurinn sem gengið hefur yfir heimsbyggðina árið 2020?

Skráning nauðsynleg hér:
https://forms.gle/FEV5myZSW6mk7ZdB6