• 1.9.2018, 12:00, Bókasafn Garðabæjar

Stjörnu Sævar á uppskeruhátíð sumarlestrar

Laugardaginn 1. september kl. 12:00 fer uppskeruhátíð sumarlestar fram í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi. Þar mun Sævar Helgi Bragason (Sjörnu Sævar) fræða okkur um stjörnuhimininn yfir Íslandi og fleira.

Laugardaginn 1. september kl. 12:00 fer uppskeruhátíð sumarlestar fram í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi. Þar mun Sævar Helgi Bragason (Sjörnu Sævar) fræða okkur um stjörnuhimininn yfir Íslandi og fleira. Dregnir verða nokkrir lukkumiðaeigendur úr lukkumiðapotti sumarsins sem fá bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna. Allir þátttakendur sumarlesturs sem mæta fá glaðning. 

Sævar Helgi hefur skrifað bækurnar Geimverur: leitin að lífi í geimnum, Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna og var samhöfundur Vilhelms Antons Jónssonar með bókina Vísindabók Villa: Geimurinn og geimferðir. Sævar Helgi er með B.Sc. – gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera formaður stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og ritstjóri Stjörnufræðivefsins og geimurinn.is. Hann er kennari í Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og Vísindasmiðju Háskóla Íslands auk þess sem hann kennir í framhaldsskólum.