• 24.4.2021, Garðabær

Stóri plokkdagurinn

  • Garðabær plokkar

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur fjórða árið í röð laugardaginn 24. apríl næstkomandi, sama dag og hreinsunarátak Garðabæjar hefst. 

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur fjórða árið í röð laugardaginn 24. apríl næstkomandi, sama dag og hreinsunarátak Garðabæjar hefst. Garðabær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í bænum til virkrar þátttöku í deginum. Gerum ráð fyrir plokki um helgina!

Plokk á Íslandi hvetur alla landsmenn til að láta gott af sér leiða og um leið fylgja fyrirmælum því plokkið er ráðlagður dagskammtur af hreyfingu um leið og auðvelt er að fylgja reglum sóttvarnarlæknis.

Nánari upplýsingar má finna á facebook síðu Plokk Á Íslandi

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
2. Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
3. Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
4. Klæða sig eftir aðstæðum.
5. Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
6. Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
7. Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
8. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.