• 23.6.2023, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar
  • 30.6.2023, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar
  • 7.7.2023, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar
  • 14.7.2023, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar
  • 21.7.2023, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar
  • 28.7.2023, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar
  • 4.8.2023, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar
  • 11.8.2023, 10:00 - 12:00, Bókasafn Garðabæjar

Sumarsmiðjur á föstudögum

Fjölbreyttar smiðjur verða í boði fyrir börn á Bókasafni Garðabæjar alla föstudaga í sumar milli kl. 10 og 12.

Fjölbreyttar smiðjur verða í boði fyrir börn á Bókasafni Garðabæjar alla föstudaga í sumar milli kl. 10 og 12. Fyrsta smiðjan verður 9. júní og sú síðasta þann 11. ágúst.Við minnum á að safnið opnar kl. 9 og það er alltaf velkomið að koma snemma og hanga, lesa eða spjalla.Lestrarhestur vikunnar í sumarlestrinum er dreginn út kl. 12 alla föstudaga.
Dagskrá sumarsins:

  • 9. júní: Bókaföndur

Föndrum eitthvað skemmtilegt úr gömlum afskrifuðum bókum.

  • 16. júní: Litum fánamyndir

Allir krakkar verða að eiga íslenskan fána fyrir þjóðhátíðardaginn.

  • 23. júní: Origami-bókamerki

Föndrum bókamerki í formi dýra og furðuvera.

  • 30. júní: Perlum saman

Við eigum fullt af perlum og fyrirmyndum. Eigum notalega stund saman.

  • 7. júlí: Goggagerð

Búum til skemmtilega gogga.

  • 14. júlí: Geimskutlur

Þema sumarlestursins er himingeimurinn og við ætlum að föndra geimskutlur af því tilefni.

  • 21. júlí: Óvænt smiðja

Sumarstarfsfólkið okkar mun finna eitthvað spennandi fyrir þessa óvæntu smiðju.

  • 28. júlí: Óvænt smiðja

Sumarstarfsfólkið okkar mun finna eitthvað spennandi fyrir þessa óvæntu smiðju.

  • 4. ágúst: Perlum saman

Við eigum fullt af perlum og fyrirmyndum. Eigum notalega stund saman.

  • 11. ágúst: Óvænt smiðja

Sumarstarfsfólkið okkar mun finna eitthvað spennandi fyrir þessa óvæntu smiðju.

  • Mánudaginn 31. júlí: Harry Potter dagurinn

Dagur galdrastráksins knáa verður haldinn hátíðlega eins og venjulega hjá okkur. Allt safnið verður skreytt og við munum meðal annars föndra okkar eigin töfrasprota. Hvetjum alla til að mæta í búning!Smiðjurnar eru ókeypis og opnar öllum börnum.