Sumartónleikar hornleikarans Daníels Kára
Fimmtudaginn 18. júlí kl. 17 heldur hornleikarinn Daníel Kári tónleika ásamt meðleikurum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.
Hornleikarinn Daníel Kári Jónsson hlaut nýverið styrk úr Hvatningarsjóði fyrir unga hönnuði og listamenn í Garðabæ til tónleikahalds.
Fimmtudaginn 18. júlí kl. 17:00 verða tónleikar Daníels Kára í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi.
Á tónleikunum verður fjölbreytt dagskrá en leikin verða verk eftir
W.A. Mozart,
Z. Kodály og
Herbert H. Ágústsson.
Með Daníel leika Sólrún Svava Kjartansdóttir og Sara Karín Kristinsdóttir á fiðlu, Diljá Finnsdóttir á víólu og Rún Árnadóttir á selló.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis
Sjá einnig viðburð hér á facebook.