• 18.4.2023 - 22.4.2023, 12:00 - 17:00, Hönnunarsafn Íslands

Sýningin Heimurinn Heima á Barnamenningarhátíð í Garðabæ

Skringilegasta fjölbýli Garðabæjar hefur risið. Íbúðirnar í húsinu voru skapaðar af 4. bekkingum í grunnskólum Garðabæjar og afar smáir íbúðar flytja inn í íbúðirnar í tilefni af Barnamenningarhátíð í Garðabæ.

Skringilegasta fjölbýli Garðabæjar hefur risið. Íbúðirnar í húsinu voru skapaðar af 4. bekkingum í grunnskólum Garðabæjar og afar smáir íbúðar flytja inn í íbúðirnar í tilefni af Barnamenningarhátíð í Garðabæ.
Allir 4. bekkingar í Garðabæ tóku þátt í smiðjum í tengslum við sýninguna "Hönnunarsafnið sem heimili" sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir leiddu smiðjur með nemendum sem hvött voru til að hugsa með höndunum og setja sig í spor hönnuða og uppfinningafólks en saman gerðu þau heimili fyrir skáldaða einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn s.s. dansara og geimfara, bakar og gleðigjafa sem öll eiga það sameiginlegt að búa með ævintýralegum hópi gæludýra og safna aragrúa af ýmsu.
Sýningin er opin almenningi alla daga nema mánudaga frá 12-17 og er staðsett í sýningarrýminu Pallurinn á jarðhæð safnsins.